Skrifstofa SVFR flytur í Skeifuna

Við byrjum árið með látum og flytjum skrifstofu SVFR í nýjar höfuðstöðvar í lok janúar.  Lögheimili félagsins verður frá þeim tíma í einu af bláu húsunum í Skeifunni, nánar tiltekið Suðurlandsbraut 54, 2. hæð.

Skrifstofa SVFR hefur verið í Elliðaárdalnum um árabil, en eftir umfangsmiklar framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu við gömlu rafstöðina rúmast skrifstofa SVFR ekki lengur í dalnum. Hjarta félagsins mun þó áfram slá í Elliðaárdalnum, þar sem félagsmenn munu áfram veiða líkt og þeir hafa gert frá stofnun SVFR árið 1939.

Með flutningi í nýkeypt húsnæði í Skeifunni batnar vinnuaðstaða starfsfólks og aðgengi félagsmanna að skrifstofunni til muna. Síðustu mánuði var skrifstofan í risi gamla stöðvarstjórahússins í Elliðaárdal, þar sem þröngt var á þingi, aðgengi takmarkað og aðstaða fyrir félagsstarf engin. Nú verður breyting á, þar sem vinnuaðstaðan er góð sem og aðstæður til að taka á móti félagsmönnum. Verið innilega velkomin – það verður alltaf heitt á könnunni!

Skrifstofa SVFR

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir