Jólablað Veiðimannsins

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna, sem munu fá ritið á næstu dögum.

Í ritinu er ítarleg umfjöllun um sjókvíaeldi og mun teikningin á forsíðunni án vafa vekja athygli. Hún er eftir Gunnar Karlsson en innblásturinn er sóttur í plakat myndarinnar Jaws, sem kom út árið 1975. Íslenska þýðingin á heiti myndarinnar er Ókindin.

Í Veiðimanninum er fjölbreytt efni að vanda. Í ritinu eru fjölmörg viðtöl, sem og umfjöllun um Kvennanefnd SVFR, sem fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir.  Veiðin síðasta sumar er gerð upp , fjallað er um metsumar í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit og Brúará kynnt til sögunnar svo eitthvað sé nefnt.

Gleðileg jól.

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir