By Ingimundur Bergsson

Urriðadansinn laugardaginn 14.okt. kl. 14.00 við Öxará!

Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 14. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur.Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um  urriðann í Þingvallavatni , lífshætti hans og almennan hag. Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl …

Lesa meira Urriðadansinn laugardaginn 14.okt. kl. 14.00 við Öxará!

By Hjörleifur Steinarsson

Uppskeruhátíð SVFR 13.okt

Uppskeruhátíð SVFR verður haldin föstudaginn 13. október í Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi. Farið verður yfir veiðitímabilið og ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman, fjörið byrjar kl 18:00 og stendur fram eftir kvöldi. Dóri DNA verður með uppistand, Búllubíllinn á planinu með úrvals hamborgara , tilboð á barnum og Happahylurinn verður á sínum stað. Skemmtilegasta veiðimyndin 2023 …

Lesa meira Uppskeruhátíð SVFR 13.okt

By Ingimundur Bergsson

Samstaða gegn sjókvíaeldi!

Mynd frá Hrútafjarðará: Hjörleifur Hannesson Eldislax sem sleppur úr sjókvíum, laxalús og sýkingar eru í dag stærstu ógnirnar við villtan lax í Noregi. Hér á landi er notast við sömu tækni og fyrirtækin eru einnig þau sömu. Nýlegt umhverfisslys í sjókví Arctic Fish í Patreksfirði sýnir vel að staðan er sú sama hér. Eldislaxar synda …

Lesa meira Samstaða gegn sjókvíaeldi!

By Hjörleifur Steinarsson

Endurúthlutun veiðisvæða 2024

Góðan daginn. SVFR vill minna félagsmenn og aðra viðskiptavini á að frestur til að sækja um endurbókun á völdum ársvæðum rennur út 1.okt. Ársvæðin sem eru í endurbókun fyrir árið 2024 eru: Langá Sandá Haukadalsá 30.6 – 1.9 Miðá Laugardalsá Flekkudalsá Laxá í Mývatnssveit Laxá í Laxárdal Langá efsta svæði Hér er linkur á endurbókun: …

Lesa meira Endurúthlutun veiðisvæða 2024

By Hjörleifur Steinarsson

Perlan í Þistilfirði

Árnefnd Sandár lokaði ánni um liðna helgi, samkvæmt  venju fóru menn til veiða þegar færi gafst á milli verkefna og vinnu við frágang. Vel hefur gengið í Sandá í sumar og veiddust í henni 336 laxar, meðal lengd veiddra laxa var 72cm og var 99% veiddra laxa sleppt aftur. 7 Hnúðlaxar voru skráðir í Sandá …

Lesa meira Perlan í Þistilfirði

By Hjörleifur Steinarsson

Fréttir af ársvæðum

Það er aðeins að færast líf í árnar eftir rigningar  síðustu daga. Holl sem lauk veiðum 4. sept í Gljúfurá landaði 16 löxum og þó nokkrum silungum, mikið líf í ánni og laxinn byrjaður að dreifa sér um ána. Haukadalsáin er heldur betur búin að hrökkva í gang, hollið sem var við veiðar 5-7.sept var …

Lesa meira Fréttir af ársvæðum

By SVFR ritstjórn

Lokað eftir hádegi í dag

Í dag, föstudaginn 18. ágúst, ætla starfsmenn skrifstofunnar að gera sér glaðan dag og því verður lokað eftir hádegi. Eins og ávallt er hægt að senda okkur fyrirspurnir á svfr@svfr.is eða í gegnum messenger á Facebook. Sé um neyðartilfelli að ræða skal hringja í síma veiðiumsjónar, 821-3977. Við mætum aftur eldhress á vaktina á mánudagsmorgun …

Lesa meira Lokað eftir hádegi í dag

By Ingimundur Bergsson

Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi yfir enda …

Lesa meira Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!