Vorveiði til félagsmanna

Kæru félagsmenn,

Nú erum við að setja í sölu vorveiðina í Leirvogsá, Korpu og það sem til er á lager í silungsveiðinni í Elliðaánum. Við viljum að þið félagsmenn njótið forgangs og því hafið þið kost á að sækja um þá daga sem þið viljið áður en leyfin fara í almenna sölu í vefsölunni í byrjun mars. Opið verður fyrir umsóknir til miðnættis 29. febrúar.

Umsóknarkerfið Hverjum félagsmanni er heimilt að sækja um fleiri en eitt ársvæði.  Ekki er notast við A-B-C röðun, en ef þú sækir um fleiri en eina stöng máttu nefna hver á að njóta mesta forgangs.   Hægt er að skoða almennar úthlutunarreglur á vefnum eða í Söluskrá 2024.

  • Fyrir hvert holl/veiðidag á ársvæði er ein umsókn. Hvort sem það er einstaklingur eða hópur.
  • Mikilvægt er að hafa kennitölu veiðifélaga til reiðu og tölvupóstfang
  • Leirvogsá vorveiði – Tvær stangir seldar saman 1-15. apríl. Heilir dagar!
  • Korpa – veitt er á eina stöng annan hvern dag. Heilir dagar.
  • Elliðaár – lausir dagspartar í vorveiðinni fyrir félagsmenn. Hálfir dagar. Vildum gefa félagsmönnum kost á að kaupa lausa daga í vorveiðinni áður en þeir fara í vefsölu. Þetta eru aðallega dagar sem skilað var inn eða þeir sem voru lausir eftir úthlutun.

Athugið að til að sækja um þarf að innskrá sig fyrst, smellið hér til að fara inn á umsóknarsíðuna.

Ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst þess efnis á SVFR [email protected] og við munum aðstoða þig.

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir