By Ingimundur Bergsson

Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi yfir enda …

Lesa meira Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

By Ingimundur Bergsson

Veiðisýning um Elliðaár – Ásgeir Heiðar. Upptaka.

Kæru félagar, Á þriðjudaginn stóðum við ásamt Ásgeiri Heiðari fyrir veiðisýningu á bökkum Elliðaár. Hugmyndin af þessu kviknaði hjá Ásgeiri í vetur en hann vildi gjarnan koma sinni þekkingu og reynslu á laxveiði í Elliðaánum á framfæri til veiðimanna sem gætu haft af því gagn og nokkuð gaman. Veiðimenn tóku þessari nýbreytni fagnandi og voru …

Lesa meira Veiðisýning um Elliðaár – Ásgeir Heiðar. Upptaka.

By Ingimundur Bergsson

Veiðisýning í Elliðaánum

Lærðu að veiða neðra svæðið í Elliðaánum með Ásgeiri Heiðari! Þriðjudaginn 27.6 kl. 8.00 munum við blása til veiðisýningar sem hefst við Breiðuna sem er við brýrnar á neðsta svæðinu í Elliðaánum. Þá mun Ásgeir Heiðar sýna áhugasömum hvernig hann veiðir m.a. Breiðuna og fleiri staði á neðra svæði Elliðánna. Ekki liggur fyrir hversu lengi …

Lesa meira Veiðisýning í Elliðaánum

By Ingimundur Bergsson

Elliðaárnar opna í fyrramálið

Opnun Elliðaánna 2023 verður í fyrramálið, þriðjudaginn 20.júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 84. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2023. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við …

Lesa meira Elliðaárnar opna í fyrramálið

By Ingimundur Bergsson

Sumarstarf við veiðiumsjón og eftirlit

Veiðiumsjón og eftirlit á höfuðborgarsvæðinu. Hefurðu gaman að veiði, útiveru og nýturðu þín í samskiptum við fólk? SVFR leitar að 1-2 jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka að sér verkefni veiðiumsjónar og -vörslu sumarið 2023. Reiknað er með að verkefnið byrji um 1. júlí (eða fyrr) og því ljúki um 15. september eða samkvæmt …

Lesa meira Sumarstarf við veiðiumsjón og eftirlit

By Ingimundur Bergsson

SVFR 84 ÁRA Í DAG!

Til hamingju með daginn kæru félagsmenn – en fyrir nákvæmlega 84 árum hittust 48 áhugamenn um stangveiði og stofnuðu með sér veiðifélag, m.a. til að stuðla að uppbyggingu Elliðaánna. Áhugi á stangveiði í þá daga var ekki mikill og þeir þóttu jafnvel skrítnir sem léku sér við slíkt. Nú er öldin önnur og tugþúsundir Íslendinga …

Lesa meira SVFR 84 ÁRA Í DAG!

By Ingimundur Bergsson

Púpunámskeið Sigþórs og Hrafns að fara af stað!

Nú eru að fara að stað vinsælu púpunámskeiðin hjá Sigþóri og Hrafni.  Um er að ræða frábær námskeið fyrir þá sem vilja læra andstreymisveiðar og hvernig þær gefa fiska! Fjölmargir veiðimenn hafa farið í gegnum þessi námskeiði hjá þeim félögum og sparað sér mörg ár af þekkingu og reynslu með því að fá þetta beint …

Lesa meira Púpunámskeið Sigþórs og Hrafns að fara af stað!

By Ingimundur Bergsson

Lærðu að veiða stórlax!

Veiðinámskeið með Nils Folmer Jørgensen 11. maí frá klukkan 19-22 Nils er einhver öflugasti veiðimaður landsins og sérlega fundvís á stórlaxa. Á námskeiðinu mun Nils ausa úr viskubrunni sínum og meðal annars fjalla um veiðitækni, búnað og uppsetningu við ólíkar aðstæður, leitina að stórlaxinum og hvernig við fáum hann til að taka frekar en smálaxinn …

Lesa meira Lærðu að veiða stórlax!

By Ingimundur Bergsson

Veitt með Kalla Lú í Langá!

Dagana 26.-28. ágúst geta veiðimenn komist í svokallaðan handleiðslutúr eða “hosted tour” með Kalla Lú en hann þekkir ánna betur en flestir og hefur ánægju ef því að miðla sinni þekkingu. Fyrir túrinn mun Kalli standa fyrir kynningu á ánni fyrir þá sem kaupa stangir í þessu holli, þar sem skoðaðar verða myndir af lykilstöðum …

Lesa meira Veitt með Kalla Lú í Langá!