By Ingimundur Bergsson

Samstaða gegn sjókvíaeldi!

Mynd frá Hrútafjarðará: Hjörleifur Hannesson Eldislax sem sleppur úr sjókvíum, laxalús og sýkingar eru í dag stærstu ógnirnar við villtan lax í Noregi. Hér á landi er notast við sömu tækni og fyrirtækin eru einnig þau sömu. Nýlegt umhverfisslys í sjókví Arctic Fish í Patreksfirði sýnir vel að staðan er sú sama hér. Eldislaxar synda …

Lesa meira Samstaða gegn sjókvíaeldi!

By Ingimundur Bergsson

Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi yfir enda …

Lesa meira Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

By Ingimundur Bergsson

Veiðisýning um Elliðaár – Ásgeir Heiðar. Upptaka.

Kæru félagar, Á þriðjudaginn stóðum við ásamt Ásgeiri Heiðari fyrir veiðisýningu á bökkum Elliðaár. Hugmyndin af þessu kviknaði hjá Ásgeiri í vetur en hann vildi gjarnan koma sinni þekkingu og reynslu á laxveiði í Elliðaánum á framfæri til veiðimanna sem gætu haft af því gagn og nokkuð gaman. Veiðimenn tóku þessari nýbreytni fagnandi og voru …

Lesa meira Veiðisýning um Elliðaár – Ásgeir Heiðar. Upptaka.

By Ingimundur Bergsson

Veiðisýning í Elliðaánum

Lærðu að veiða neðra svæðið í Elliðaánum með Ásgeiri Heiðari! Þriðjudaginn 27.6 kl. 8.00 munum við blása til veiðisýningar sem hefst við Breiðuna sem er við brýrnar á neðsta svæðinu í Elliðaánum. Þá mun Ásgeir Heiðar sýna áhugasömum hvernig hann veiðir m.a. Breiðuna og fleiri staði á neðra svæði Elliðánna. Ekki liggur fyrir hversu lengi …

Lesa meira Veiðisýning í Elliðaánum

By Ingimundur Bergsson

Elliðaárnar opna í fyrramálið

Opnun Elliðaánna 2023 verður í fyrramálið, þriðjudaginn 20.júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 84. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2023. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við …

Lesa meira Elliðaárnar opna í fyrramálið

By Ingimundur Bergsson

Sumarstarf við veiðiumsjón og eftirlit

Veiðiumsjón og eftirlit á höfuðborgarsvæðinu. Hefurðu gaman að veiði, útiveru og nýturðu þín í samskiptum við fólk? SVFR leitar að 1-2 jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka að sér verkefni veiðiumsjónar og -vörslu sumarið 2023. Reiknað er með að verkefnið byrji um 1. júlí (eða fyrr) og því ljúki um 15. september eða samkvæmt …

Lesa meira Sumarstarf við veiðiumsjón og eftirlit

By Ingimundur Bergsson

SVFR 84 ÁRA Í DAG!

Til hamingju með daginn kæru félagsmenn – en fyrir nákvæmlega 84 árum hittust 48 áhugamenn um stangveiði og stofnuðu með sér veiðifélag, m.a. til að stuðla að uppbyggingu Elliðaánna. Áhugi á stangveiði í þá daga var ekki mikill og þeir þóttu jafnvel skrítnir sem léku sér við slíkt. Nú er öldin önnur og tugþúsundir Íslendinga …

Lesa meira SVFR 84 ÁRA Í DAG!