Lækkun félagsgjalda!

Í dag sendum við út reikninga fyrir félagsgjöldum SVFR fyrir árið 2024 og ættu félagsmenn að fá reikning í dag á tölvupósti sem og kröfu í banka. Þeir sem ekki fá reikning í tölvupósti ættu að senda okkur tölvupóst með uppfærðu netfangi ef að það hefur breyst.

Á síðsta aðalfundi félagsins sem haldinn var 23. febrúar var samþykkt að lækka félagsgjöld um 1.000 krónur í ljósi góðs rekstrarárangurs.  Inntökugjald hefur verið fellt niður sem kemur sér vel fyrir þá sem vilja ganga í félagið.

Félagsgjöldin fyrir árið 2024 verða því sem hér segir:

Félagsgjöld 0-20 ára:  4.400.-
Félagsgjöld 20-67 ára: 12.900.-
Félagsgjöld 67 ára og eldri: 4.400.-

Þeir sem vilja ganga í félagið eru hvattir til að gera það á heimasíðu okkar eða með því að smella hér.

Jafnframt styttist í að félagsúthlutun hefjist en við stefnum á að opna fyrir hana í byrjun desember.

 

Með bestu kveðju,

Skrifstofan
[email protected]

 

*Ath að þeir sem gengu í félagið síðustu vikur fá ekki reikning fyrir 2024.

 

 

 

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir