Aukin veiðivarsla við Elliðaárnar!

SVFR hefur samið við Öryggismiðstöðina um aukið eftirlit við Elliðarárnar nú þegar hrygningatími laxins er í fullum gangi.

Aukin umferð við árnar kallar á meira eftirlit og sérstaklega í ljósi þess að veiðiþjófnaður hefur aukist milli ára þá höfum við brugðið á það ráð að styðja við eftirlitið með þessu samkomulagi.

Þrátt fyrir aukna veiðivörslu þá hvetjum við þá sem verða vitni að veiðiþjófnaði við Elliðaárnar að gera okkur viðvart eða hringja beint í lögreglu.

Góða helgi!

SVFR

 

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir