Hreinsun Elliðaánna verður fimmtudaginn 11. júní
Hin árlega hreinsun Elliðaánna sem er viðburður á vegum Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fer fram fimmtudaginn 11. júní nk. Hreinsunarverkefnið verður gangsett við veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00. Árnefnd Elliðaánna annast skipulagningu og utanumhald þessa verkefnis og er þess vænst að félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðrir velunnarar Elliðaánna taki þátt í þessu verkefni. Gert er ráð …