Hörku byrjun í Laxárdal!
Vel hefur veiðst á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal nú í upphafi sumars. Opnunarhollið hætti veiðum eftir hádegi í dag og skráðir fiskar í bók eru 64 talsins. Af þessum 64 fiskum voru 46 þeirra yfir 60 cm og sex fiskar voru yfir 70 cm. Sá stærsti mældist 74 cm. Ástandið á fiskunum er almennt …