Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. febrúar í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund, með skriflegum hætti eins og tilgreint er í lögum félagsins. Mælst er til þess að frambjóðendur skrái framboð sitt á svfr.is/frambod.
Stjórn hefur skipað þriggja manna kjörnefnd, sem mun annast undirbúning og framkvæmd kosninga til stjórnar og fulltrúaráðs. Kjörnefnd úrskurðar um lögmæti framboða og skal birta nöfn frambjóðenda á heimasíðu SVFR eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Samhliða mun kjörnefndin kynna nánari reglur um kjörgögn og fyrirkomulag kosninganna.
Með kveðju,
Stjórn SVFR