Úthlutun í fullum gangi!

Úthlutun fyrir 2023 hófst með látum 7. desember sl. og er enn í fullum gangi. Mikill fjöldi umsókna hefur borist nú þegar og á sama tíma hafa margir nýir félagsmenn bæst í hópinn og bjóðum við þá velkomna í klúbbinn.

Þó enn sé nægur tími til stefnu hvetjum við félagsmenn eindregið til að finna sér stund á milli stríða, fyrr heldur en síðar, og senda inn sínar umsóknir en frestinum lýkur á miðnætti á fimmtudaginn kemur – 15. desember.

Strekktar línur,
Skrifstofan

 

By SVFR ritstjórn Fréttir