Félagaúthlutun hefst í næstu viku!

Hin árlega félagaúthlutun hefst í næstu viku og ríkir almennt mikil spenna fyrir henni að vanda.

Það verður úr nógu að velja bæði í lax- og silungsveiðileyfum.

Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöldin hafa aðgang að úthlutun þannig að það er um að gera fyrir þá sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að ganga frá þeim.  Einnig bendum við á að ef þú ert kominn með nýtt netfang að senda okkur tölvupóst á [email protected] þannig að við getum uppfært það í okkar kerfum.

Það er um að gera að setja sig í stellingar, heyra í veiðifélögunum og fara að leggja drögin að komandi veiðisumri.

Nánari tímasetning og fyrirkomulag verður kynnt snemma í næstu viku.

Þeir sem vilja kynna sér nánar hvernig úthlutunarmálum er háttað hjá okkur, þá bendum við á: https://svfr.is/uthlutunalmupp/

 

Með veiðikveðju

Skrifstofan

By SVFR ritstjórn Fréttir