Aðalfundur SVFR
Sterk fjárhagsstaða og Ragnheiður áfram formaður Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) undanfarin ár. Félagið hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta rekstrarári og nemur eigið fé félagsins nú 144 milljónum króna. Til samanburðar nam eigið fé einni milljón árið 2020. Þetta kom fram á aðalfundi SVFR, sem fór fram í Akóges-salnum …