Biðin er á enda og nýtt veiðitímabil að hefjast!

Kæru félagar,

Einn skemmtilegasti tími ársins er loksins runninn upp. Já, það verður svo sannarlega tilefni til að gleðjast þegar Brúará, Korpa og Leirvogsá opna árbakka sína fyrir veiðimönnum á morgun – fyrsta dag aprílmánaðar.

Nóg er af lausum stöngum í Brúará næstu daga á meðan Korpa er einni stöng frá því að vera uppseld í apríl. Að sama skapi er Leirvogsá meira og minna seld fyrstu tíu dagana en öll laus leyfi í vorveiðinni er að finna HÉR.

Í Leirvogsá eru báðar stangir seldar saman til 15. apríl en líkt og síðustu ár er Korpan veidd annan hvern dag á eina stöng. Vinsamlegast athugið að veiðihúsin í Korpu og Leirvogsá eru ekki í notkun á vorveiðitímabilinu.

Við biðlum til veiðimanna að skrá aflannn í vorveiðinni samviskusamlega í veiðibækurnar á Angling IQ.

Strekktar línur,
SVFR

By SVFR ritstjórn Fréttir