Vorveiðin fer vel af stað!

Vorveiðin á svæðum SVFR fer vel af stað, við fengum skýrslur frá veiðimönnum sem opnuðu Brúará, Korpu og Leirvogsá.

Í Brúará var Ragnar Ingi Danner árnefndarformaður við veiðar þar sem hann landaði 7 bleikjum og 2 urriðum og greinilega líf á svæðinu!

Í Korpu var Przemek Madej við veiðar og fékk hann 7 urriða/sjóbirtinga og einnig einhverja hoplaxa. Fiskurinnn var víða, frá Stokkum og niður og veiddist bæði á púpur og straumflugur.

Przemek Madej var í skýjunum eftir gærdaginn í Korpu.

 

Þá var talsvert líf í Leirvogsá en hér er orðsending frá bræðrunum Guðbjarti Geir og Hafsteini Helga Grétarssonum sem opnuðu ána:

Við fórum í Leirvogsánna í gær. Fengum 17 birtinga og sáum birtinga í flestum stöðum en það var mikið vatn. Best gaf staðurinn Lúlli og svo fengum við fiska í Gömlu Brú, Tunguborgareyrum og Efri Skrauta. Misstum nokkra í Einbúa, Berghyl og fleiri stöðum. Tóku allir púpur, pt og copper john með rubber legs og sqirmy.

 

Mikið vatn í öllum ánum en vel veiðanlegt og greinilega þónokkur veiðivon.

  • Lausir dagar í Leirvogsá í vorveiði hér.
  • Lausir dagar í Korpu vorveiði hér.
  • Lausir dagar í Brúará hér.

 

 

 

 

 

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir