Það verður líf og fjör í Rimaskóla á sunnudaginn kemur, 30. mars, þegar síðari fluguhnýtingarhittingur ungmennastarfsins fer fram milli klukkan 13:00 og 15:00.
Við bjóðum öll áhugasöm ungmenni velkomin óháð því hvort þau séu í félaginu eða ekki svo endilega látið orðið berast og takið með ykkur góðan vin/vinkonu eða uppáhalds frænkuna eða frændann.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á svfr@svfr.is en gott er að láta nafn og kennitölu barns fylgja.
Hlökkum til að sjá sem flesta!