Laugardalsá til SVFR
Veiðifélag Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi og Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) hafa samið um leigu á Laugardalsá í fjögur ár, frá og með næsta sumri. SVFR fær öll veiðiréttindi á vatnasvæðinu, því auk leigu á sjálfri Laugardalsá var samið um leigu á fallvötnum á svæðinu, þ.e. Laugarbólsvatni og Efstadalsvatni. Laugardalsá er 16 km löng og rennur úr Laugarbólsvatni, …