Nú er umsóknarferli félagsmanna að líða undir lok, en lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti í kvöld.
Ef einhverjir félagsmenn lenda í vandræðum með sínar umsóknir þá verður opið á skrifstofu SVFR allan daginn á morgun, þannig að það er hægt að senda tölvupóst [email protected] eða hringja 568-6050 ef félagsmenn hafa lent í einhverjum vandræðum og við lagfærum það.