By Ingimundur Bergsson

Glæsileg bók um Norðurá komin út!

Norðurá enn fegurst áa, eftir Jón G. Baldvinsson, fyrrverandi formann og Gullmerkjahafa SVFR, er nýlega komin út og þar ættu aðdáendur Norðurár sannarlega að fá eitthvað bitastætt enda fáir sem þekkja Norðurá betur en hann. Útgáfuhóf verður haldið í Veiðiflugum á fimmtudaginn kemur frá 16-19 vegna bókarinnar “Norðurá – enn fegurst áa”. Allir velkomnir. Jón …

Lesa meira Glæsileg bók um Norðurá komin út!

By Ingimundur Bergsson

Forúthlutun og endurbókun fyrir 2022

Kæru veiðimenn, Nú erum við byrjuð að huga að úthlutunum fyrir veiðisumarið 2022. Ákveðin ársvæði eru boðin í forúthlutun í heild eða að hluta til, þar sem þeir sem keyptu veiðileyfi 2021 eiga forkaupsrétt á sömu dögum fyrir 2022. Til þess að nýta þennan forkaupsrétt þurfa veiðimenn að fylla út endurbókunarformið okkar sem má finna …

Lesa meira Forúthlutun og endurbókun fyrir 2022

By SVFR ritstjórn

Kvennanefnd – ný stjórn og skemmtilegur vetur framundan

Nýkjörin stjórn Kvennanefndar SVFR hélt fund fyrr í vikunni og byrjaði að plana veturinn, það verður nóg um að vera hjá þeim eins og undanfarin ár. Berglind Ólafsdóttir hættir í stjórn Kvennanefndarinnar og viljum við þakka henni fyrir vel unnin störf. Í hennar stað kemur Sæunn Björk Þorkelsdóttir. Endilega fylgið Kvennanefndinni á bæði Facebook og …

Lesa meira Kvennanefnd – ný stjórn og skemmtilegur vetur framundan

By Ingimundur Bergsson

Frábær feðgavakt í Elliðaánum

Feðgarnir Sindri Þór Kristjánsson og Alexander Þór Sindrason (12 ára) áttu eftirminnilega vakt í Elliðaánum um síðustu helgi. Sindri Þór byrjaði á því að fá fallegan lax í Símastreng á púpu. Skömmu seinna fer Alexander Þór yfir veiðistaðinn með Green Butt og setti í og landaði glæsilegum 86 cm laxi. Ungi veiðimaðurinn var bara rétt …

Lesa meira Frábær feðgavakt í Elliðaánum

By SVFR ritstjórn

Veisla í Varmá!

Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í …

Lesa meira Veisla í Varmá!

By SVFR ritstjórn

Hvað á að gera við veiddan eldislax og hnúðlax?

Umræðan varðandi hnúðlaxa hefur verið mikil í ár, þeir veiðast aðallega annað hvert ár og hittir það á oddatölur. Næsta hnúðlaxasumar verður 2023 síðan 2025 og svo framvegis. En þá kemur að spurningunni, hvað skal gera við veiddan hnúðlax? Best er að drepa hann og frysta hann heilan, síðan skal tilkynna fiskinn og koma honum …

Lesa meira Hvað á að gera við veiddan eldislax og hnúðlax?

By SVFR ritstjórn

Hörkutilboð í Laxárdal og Mývatnssveit!

Núna býðst félagsmönnum að kaupa stangir í Laxárdal og Mývatnssveit á 50% afslætti, veitt er hálfan/hálfan og það er ekki skylda að vera í veiðihúsi. Ef menn vilja vera í húsi skulu þeir senda póst á svfr@svfr.is. Leyfin í Mývatnssveitinni eru á 21.840kr og í Laxárdalnum eru dagurinn á 16.400kr, frábært tækifæri til að veiða …

Lesa meira Hörkutilboð í Laxárdal og Mývatnssveit!