Flugukastnámskeið með Klaus Frimor
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðiflugur munu í maí bjóða upp á flugukastnámskeið, fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennari verður einn fremsti flugukastkennari í heimi, Klaus Frimor. Klaus hefur síðustu áratugi starfað sem aðalhönnuður hjá Loop Tackle og Guideline þar sem hann hefur hannað, prófað og þróað flugustangir og flugulínur. Að auki hefur hann verið leiðsögumaður víðsvegar …