By SVFR ritstjórn

Góður þriðjudagur í Leirvogsánni

Okkur þykir alltaf gaman þegar félagsmenn deila með okkur veiðimyndum, sér í lagi þegar allra yngstu veiðimennirnir eru í sviðsljósinu. Feðgarnir Gísli og Þórarinn áttu góðan dag í Leirvogsánni sl. þriðjudag og sendu okkur þessa skemmtilegu mynd sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta. Þórarinn, sem er aðeins 7 ára gamall, var hvergi banginn …

Lesa meira Góður þriðjudagur í Leirvogsánni

By SVFR ritstjórn

Flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst 16. apríl

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á flugukastnámskeið Kast­klúbb­s Reykja­vík­ur sem hefst klukkan 20:00 á sunnudagskvöldið kemur – 16. apríl. Námskeiðið er fyr­ir byrj­end­ur jafnt sem lengra komna þar sem farið verður yfir öll atriði ein­hendukasta og er þetta því kjörið tæki­færi til að afla sér góðrar þekk­ing­ar og auka færni sína. …

Lesa meira Flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst 16. apríl

By SVFR ritstjórn

Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

Þó að úthlutunin sé langt á veg komin og niðurstöður liggi fyrir úr allflestum ársvæðum er ýmsu enn ólokið og ber þar helst að nefna sjálfar Elliðaárnar. Okkur þykir miður að úrvinnslan hafi dregist fram í febrúar og biðjumst velvirðingar á seinaganginum. Nú verður allt kapp lagt á að klára það sem eftir stendur svo …

Lesa meira Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

By SVFR ritstjórn

TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

Síðasti vinnudagur Sigurþórs Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra SVFR var í dag. Hann heldur á vit nýrra ævintýra eftir um fjögurra ára starf og SVFR óskar honum alls hins besta í nýjum verkefnum. Ingimundur Bergsson tekur við starfi framkvæmdastjóra SVFR, en hann hefur undanfarin misseri verið skrifstofustjóri félagsins og gegnt lykilhlutverki í sölu og þjónustu við félagsmenn. …

Lesa meira TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

By SVFR ritstjórn

Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fram fer á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar. Veiðidrottningin Helga Gísla og Ólafur Tómas „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti á staðnum! Húsið opnar klukkan 19 og eru allir velkomnir. Með kveðju, Fræðslunefndin

Lesa meira Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!