Góður þriðjudagur í Leirvogsánni

Okkur þykir alltaf gaman þegar félagsmenn deila með okkur veiðimyndum, sér í lagi þegar allra yngstu veiðimennirnir eru í sviðsljósinu.

Feðgarnir Gísli og Þórarinn áttu góðan dag í Leirvogsánni sl. þriðjudag og sendu okkur þessa skemmtilegu mynd sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta. Þórarinn, sem er aðeins 7 ára gamall, var hvergi banginn er hann landaði þessum fallega birtingi fyrir neðan Gömlu brú þegar tekið var að kvölda. Kappinn var að vonum alsæll með fenginn sem tók Pheasant Tail nr. 14 og mældist 68 cm. að lengd.

Það er greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum unga og efnilega veiðimanni og sendum við honum okkar bestu kveðjur!

Þeir sem vilja komast í vorveiðina í Leirvogsánni geta skoðað lausa daga hér.

Strekktar línur,
Skrifstofan

By SVFR ritstjórn Fréttir Leirvogsá