Flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst 16. apríl

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á flugukastnámskeið Kast­klúbb­s Reykja­vík­ur sem hefst klukkan 20:00 á sunnudagskvöldið kemur – 16. apríl. Námskeiðið er fyr­ir byrj­end­ur jafnt sem lengra komna þar sem farið verður yfir öll atriði ein­hendukasta og er þetta því kjörið tæki­færi til að afla sér góðrar þekk­ing­ar og auka færni sína.

Kennsl­an fer fram inn­an­húss í TBR hús­inu, Gnoðar­vogi 1, eft­ir­far­andi sunnu­dags­kvöld; 16. / 23. / 30. apríl og 7. maí.  Í fram­hald­inu taka svo við tvær kvöld­stund­ir við Rauðavatn en dagsetningar verða tilkynntar síðar og taka mið af veðurspá.

Þátttakendur þurfa einungis að mæta með innanhússkó í fyrstu fjóra tímana en fá lánaðar stangir til að hlífa flugulínunum. Í útikennslunni mætir fólk með sinn eigin búnað. Starfs­fólk Veiðiflugna mun veita ráðlegg­ing­ar varðandi flugustang­ir, lín­ur og tauma og þá gefst þátt­tak­end­um m.a. tæki­færi á að prófa spenn­andi flugustang­ir og flugu­lín­ur.

Skráning fer fram á [email protected] og er námskeiðsgjald 25.000 kr. Posi verður á staðnum fyrsta kvöldið og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímalega en kennslan hefst stundvíslega klukkan 20:00 og stendur alla jafna í tvo klukkutíma.

By SVFR ritstjórn Fréttir