By Ingimundur Bergsson

Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri – formannsskipti framundan

Jón Þór Ólason, formaður SVFR frá árinu 2018, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins þann 23. febrúar næstkomandi.  Nýr formaður mun því taka við félaginu að loknum fundinum, Ragnheiður Thorsteinsson sem ein skilaði inn framboði áður en frestur rann út. Formannstíð Jóns Þórs hefur sannarlega verið SVFR til góðs. Við …

Lesa meira Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri – formannsskipti framundan

By Ingimundur Bergsson

Framboðsfrestur til fulltrúaráðs framlengdur

Kjörnefnd SVFR hefur ákveðið að framlengja framboðsfrest til fulltrúaráðs félagsins, en lögum samkvæmt skal nú kjósa fimm félagsmenn til setu í ráðinu. Umsóknir voru færri en fimm og því mun  kjörnefnd nýta heimild til að framlengja framboðsfrest til 13. febrúar. Hlutverk fulltrúaráðs er að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins. Í …

Lesa meira Framboðsfrestur til fulltrúaráðs framlengdur

By Ingimundur Bergsson

Skrifstofan flytur!

Skrifstofa SVFR er að flytja í næsta hús en við erum að koma okkur fyrir í stöðvarstjórahúsinu á efri hæð. Við munum vera þar á meðan unnið er í breytingum á núverandi húsnæði en óljóst er hversu langan tíma tekur að breyta því. Hlökkum til að taka á móti ykkur á skrifstofunni á nýjum stað …

Lesa meira Skrifstofan flytur!

By Ingimundur Bergsson

Elliðaárnar – úthlutun lokið!

Kæru félagar, loksins! Við viljum biðjast velvirðingar á hversu langan tíma tók að klára úrvinnslu. Gríðarlegur umsóknarþungi var í ár og eftir úthlutun er árnar nánast uppseldar og fyrstu lausu dagar ekki fyrr en um miðjan september! Reikningar ættu að berast umsækjendum í dag og kröfur birtast í heimabanka í dag eða eftir helgi. Úrvinnsla …

Lesa meira Elliðaárnar – úthlutun lokið!

By Ingimundur Bergsson

Tillaga um lagabreytingu.

Nú styttist í aðalfund félagsins 23.febrúar 2023 og frestur til að kynna breytingar að lögum félagsins rann út á miðnætti og barst skrifstofu ein breytingartillaga sem lögð verður fyrir aðalfund félagsins. Hún koma frá Hrannari Pétursson, stjórnarmanni og tilkynningin í heild sinni svohljóðandi: Kæri viðtakandi. Undirritaður óskar eftir því, að meðfylgjandi tillaga að breytingum á …

Lesa meira Tillaga um lagabreytingu.

By Ingimundur Bergsson

Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

Frábært stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, fimmtudaginn 2.febrúar kl. 20. Nokkrir af bestu veiðimönnum landsins – stórlaxarnir Nils Folmer Jorgensen, Sigþór Steinn Ólafsson, Vala Arnadottir og Björn K.Rúnarsson – deila þekkingu sinni, segja sögur og kenna okkur hinum að veiða fleiri og stærri laxa! Ekki missa af þessu!

Lesa meira Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

By Ingimundur Bergsson

Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

Daginn er farið að lengja og veiðimenn farnir að huga að komandi veiðitímabili sem hefst formlega 1. apríl. Við höfum opnað vefsöluna fyrir félagsmönnum SVFR, en aðeins fyrir veiðileyfum í vorveiðina. Veiðileyfin sem hægt er að kaupa núna í vefsölunni eru fyrir eftirfarandi ársvæði: Varmá – 2. apríl til 20. október Leirvogsá vorveiði – 1. …

Lesa meira Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingakvöld 29. nóvember

Næsta hnýtingakvöld er þriðjudaginn 29. nóvember milli 19:30-22 í höfuðstöðvum SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Gert er ráð fyrir að hnýtarar mæti með sínar græjur til að hnýta sínar tröllafiskaflugur. Moppuflugan verður væntanlega á dagskrá fyrir þá sem vilja læra að hnýta hana. Skráning fer fram hér:  https://fb.me/e/2loLKDfq2 Með kveðju, Helga Gísladóttir, viðburðarstjóri SVFR

Lesa meira Hnýtingakvöld 29. nóvember