By Ingimundur Bergsson

Elliðaárnar – úthlutun lokið!

Kæru félagar, loksins! Við viljum biðjast velvirðingar á hversu langan tíma tók að klára úrvinnslu. Gríðarlegur umsóknarþungi var í ár og eftir úthlutun er árnar nánast uppseldar og fyrstu lausu dagar ekki fyrr en um miðjan september! Reikningar ættu að berast umsækjendum í dag og kröfur birtast í heimabanka í dag eða eftir helgi. Úrvinnsla …

Lesa meira Elliðaárnar – úthlutun lokið!

By Ingimundur Bergsson

Tillaga um lagabreytingu.

Nú styttist í aðalfund félagsins 23.febrúar 2023 og frestur til að kynna breytingar að lögum félagsins rann út á miðnætti og barst skrifstofu ein breytingartillaga sem lögð verður fyrir aðalfund félagsins. Hún koma frá Hrannari Pétursson, stjórnarmanni og tilkynningin í heild sinni svohljóðandi: Kæri viðtakandi. Undirritaður óskar eftir því, að meðfylgjandi tillaga að breytingum á …

Lesa meira Tillaga um lagabreytingu.

By Ingimundur Bergsson

Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

Frábært stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, fimmtudaginn 2.febrúar kl. 20. Nokkrir af bestu veiðimönnum landsins – stórlaxarnir Nils Folmer Jorgensen, Sigþór Steinn Ólafsson, Vala Arnadottir og Björn K.Rúnarsson – deila þekkingu sinni, segja sögur og kenna okkur hinum að veiða fleiri og stærri laxa! Ekki missa af þessu!

Lesa meira Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

By Ingimundur Bergsson

Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

Daginn er farið að lengja og veiðimenn farnir að huga að komandi veiðitímabili sem hefst formlega 1. apríl. Við höfum opnað vefsöluna fyrir félagsmönnum SVFR, en aðeins fyrir veiðileyfum í vorveiðina. Veiðileyfin sem hægt er að kaupa núna í vefsölunni eru fyrir eftirfarandi ársvæði: Varmá – 2. apríl til 20. október Leirvogsá vorveiði – 1. …

Lesa meira Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingakvöld 29. nóvember

Næsta hnýtingakvöld er þriðjudaginn 29. nóvember milli 19:30-22 í höfuðstöðvum SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Gert er ráð fyrir að hnýtarar mæti með sínar græjur til að hnýta sínar tröllafiskaflugur. Moppuflugan verður væntanlega á dagskrá fyrir þá sem vilja læra að hnýta hana. Skráning fer fram hér:  https://fb.me/e/2loLKDfq2 Með kveðju, Helga Gísladóttir, viðburðarstjóri SVFR

Lesa meira Hnýtingakvöld 29. nóvember

By Ingimundur Bergsson

Breytingar á skrifstofu SVFR

Árni Kristinn Skúlason hefur lokið störfum á skrifstofu SVFR og um leið og við óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi viljum við þakka honum fyrir vel unnin störf.  Margir eiga eflaust eftir að sakna þess að leita í hans smiðju. Einnig viljum við nota tækifærið og kynna til leiks nýjan starfsmann, Hjörleif Steinarsson, en hann …

Lesa meira Breytingar á skrifstofu SVFR

By Ingimundur Bergsson

Félagsgjöld 2023 – reikningar sendir í tölvupósti.

Kæru félagsmenn, Nú styttist í næsta tímabil en félagsárið er 1. nóvember til 31. október ár hvert. Við vorum að skrifa út reikninga fyrir félagsgjöldunum og ættu þeir að hafa borist ykkur í tölvupósti og krafa að birtast í heimabanka. Ef þú kannast ekki við að hafa reikninginn í tölvupósti er hugsanlegt að við séum …

Lesa meira Félagsgjöld 2023 – reikningar sendir í tölvupósti.

Hilmir Víglundsson með vænan lax sem tók á Fossbrotinu.
By Ingimundur Bergsson

Sandá hrokkin í gang!

Sandá í Þistilfirði er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir …

Lesa meira Sandá hrokkin í gang!