Að höfðu samráði við Hveragerðisbæ og Veiðifélag Varmár verður veiði í Varmá óheimil um ótilgreindan tíma. Veiði hefst því ekki 1. apríl eins og ráðgert var.
Samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru vatnsgæði Varmár undir viðmiðunarmörkum, vegna fráfalls frá hreinsistöð Hveragerðisbæjar við Vorsabæ. Vinna við endurbætur er að hefjast, enda er brýnt að bregðast við aðstæðum skjótt og af ábyrgð. Vatnsgæðamælingum verður fjölgað til að meta stöðuna skipulega, en veiði í ánni hefst ekki að nýju fyrr en aðstæður leyfa.
Veiðimenn sem eiga leyfi í ánni fá þau endurgreidd að fullu eða geta nýtt þau við kaup á öðrum veiðileyfum hjá SVFR. Skrifstofa félagsins mun setja sig í samband við veiðimenn á næstu dögum til að ganga frá málunum.
SVFR