NASF (Verndarsjóður villtra laxastofna) stendur fyrir ráðstefnunni Salmon Summit á Grand Hótel 16. og 17. mars næstkomandi. SVFR er stoltur styrktaraðili og langar að bjóða nokkrum áhugasömum félögum að sækja ráðstefnuna. Nokkur sæti eru í boði.
Ráðstefnan verður sett fimmtudaginn 16.3 kl. 8.15 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og er fjöldi fyrirlesara auk þess sem hægt verður að hlýða á pallborðsumræðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar betur geta gert það hér.
Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á [email protected] hafir þú áhuga á að sækja ráðstefnuna í boði SVFR.
Lifi laxinn!
SVFR