Laus sæti í árnefnd Langár!

SVFR auglýsir eftir 5-6 félagsmönnum sem hafa áhuga á að starfa í árnefnd Langár á Mýrum.

Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru einskonar umsjónaraðilar hvers ársvæðis fyrir sig og sinna ýmsum verkefnum á ársvæðunum eins og merkingu á ám fyrir veiðitíma og sjá til þess að veiðihús svæðanna séu tilbúin fyrir komu veiðimanna.

Nýr formaður árnefndar Langár er Lilja Kolbrún Bjarnadóttir og viljum við þakka fráfarandi formanni, Emil Gústafssyni fyrir vel unnin störf síðustu ár. Fyrir í árnefndinni eru um 10 aðilar.

Við hvetjum áhugasama félagsmenn til þess að sækja um hér:

By Ingimundur Bergsson Fréttir