By Ingimundur Bergsson

Opið hús á föstudaginn!

Opið hús í Víkingsheimilinu Skemmtinefnd heldur opið hús föstudaginn 22. mars n.k. í Víkingsheimilinu, Traðalandi 1. Húsið opnar kl. 19.30.  Ólafur Finnbogason fyrrum staðarhaldari og leiðsögumaður og Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður kynna leyndardóma Langár. Einnig verður farið í Veiðikviss og happahylurinn verður að sjálfsögðu stútfullur að vanda. Dagskrá: Veiðikviss Leyndardómar Langá – Ólafur Finnbogason & …

Lesa meira Opið hús á föstudaginn!

By Ingimundur Bergsson

Kristján Friðriksson verður staðarhaldari og veiðivörður við Langá

SVFR hefur samið við Kristján Friðriksson um að taka að sér staðarhald og veiðivörslu í Langá á komandi sumri.  Hann mun því taka á móti veiðimönnum í Langá, sjá um skiptingar og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera við Langá næsta sumar. Kristján hefur verið viðloðandi stangaveiðina síðustu áratugi og …

Lesa meira Kristján Friðriksson verður staðarhaldari og veiðivörður við Langá

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

Úrslit í stjórnarkjöri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) voru kynnt á aðalfundi félagsins, sem fór fram í Akóges-salnum í Lágmúla í gærkvöldi. Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin. Fjórir frambjóðendur bitust um þrjú laus sæti í stjórn. Kosningarnar hófust fimm dögum fyrir aðalfund og voru rafrænar. Á kjörskrá voru 2.547 …

Lesa meira Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

By Ingimundur Bergsson

Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna sjókvíaeldis á laxi. Hér er ályktunin: Ályktun aðalfundar SVFR. Aðalfundur SVFR skorar á stjórnvöld að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í sjókvíaeldismálum við strendur Íslands. Á síðasta ári varð stórslys. Þúsundir frjórra eldislaxa sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði. Fljótlega var …

Lesa meira Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

Kæru félagar! Aðalfundur SVFR verður haldinn í dag fimmtudaginn 29. febrúar nk. kl. 18:00. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4. Dagskrá fundarins hefur verið kynnt og má sjá hana hér.   KOSIÐ TIL STJÓRNAR SVFR Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR og hefur rafræn kosning þegar farið í gang. Við hvetjum …

Lesa meira Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

By Ingimundur Bergsson

Kosið til stjórnar SVFR

Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR á aðalfundi félagsins þann 29. febrúar. Í framboði eru í stafrófsröð fjórir félagar; Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson, Trausti Hafliðason og Unnur Líndal Karlsdóttir. Fyrir í stjórn SVFR þær Brynja Gunnarsdóttir, Dögg Hjaltalín og Helga Jónsdóttir, en þær voru kjörnar til tveggja ára setu á síðasta ári. Kjörnefnd hefur  ákveðið að kosning skuli …

Lesa meira Kosið til stjórnar SVFR

By Ingimundur Bergsson

Framboð til stjórnar og fulltrúaráðs 2024

Nú þegar framboðsfrestur er runnin út er ljóst að sjálfkjörið er í sæti formanns en Ragnheiður Thorsteinsson bauð sig fram til áframhaldandi starfa í sæti formanns. Í stjórn eru fjórir frambjóðendur um þrjú sæti þannig að ljóst er að það þarf að koma til kosninga um stjórnarsætin. Fjórir í framboði um þrjú stjórnarsæti. Lögum samkvæmt …

Lesa meira Framboð til stjórnar og fulltrúaráðs 2024