Nú fer að styttast í úthlutun til félagsmanna en hún hefst 10. desember nk. og stendur til áramóta svo nú geta félagsmenn slakað á yfir hátíðirnar og sótt um veiðileyfin sem þeir hafa hug á án þess að vera í miðjum jólaundirbúningi líkt og síðustu ár.
Við vekjum athygli á því að ákveðin ársvæði eru eingöngu í boði í félagsúthlutun en nokkur svæði er seld í forsölu og með endurbókunarmöguleika. Ársvæði eins og Langá, Sandá, Laugardalsá, Flekkudalsá og urriðasvæðin fyrir norðan eru í byrjuð í sölu og hægt að kaupa veiðileyfi með því að hafa samband við skrifstofu í síma 568-6050 eða á netfangið [email protected].
Þar sem alltof margir félagsmenn átta sig ekki á því hvernig úthlutun og sala veiðileyfa fer fram hvetjum við alla félagsmenn til að skoða vel upplýsingasíðu okkar fyrir úthlutun en hana má nálgast hér.
Athugið að júní og september í Haukadalsá falla undir félagsúthlutun en júlí og ágúst eru komnir í sölu.
Með kveðju,
SVFR