By SVFR ritstjórn

Biðin er á enda og nýtt veiðitímabil að hefjast!

Kæru félagar, Einn skemmtilegasti tími ársins er loksins runninn upp. Já, það verður svo sannarlega tilefni til að gleðjast þegar Brúará, Korpa og Leirvogsá opna árbakka sína fyrir veiðimönnum á morgun – fyrsta dag aprílmánaðar. Nóg er af lausum stöngum í Brúará næstu daga á meðan Korpa er einni stöng frá því að vera uppseld …

Lesa meira Biðin er á enda og nýtt veiðitímabil að hefjast!

By Eva María Grétarsdóttir

Fluguhnýtingar í Rimaskóla 30. mars

Það verður líf og fjör í Rimaskóla á sunnudaginn kemur, 30. mars, þegar síðari fluguhnýtingarhittingur ungmennastarfsins fer fram milli klukkan 13:00 og 15:00. Við bjóðum öll áhugasöm ungmenni velkomin óháð því hvort þau séu í félaginu eða ekki svo endilega látið orðið berast og takið með ykkur góðan vin/vinkonu eða uppáhalds frænkuna eða frændann. Skráning …

Lesa meira Fluguhnýtingar í Rimaskóla 30. mars

By SVFR ritstjórn

Viltu láta verkin tala í Flekkudalsá?

Árnefnd Flekkudalsár óskar eftir öflugum liðsauka á nýju ári en um er að ræða tvö laus sæti í fimm manna nefnd. Umsækjendur þurfa ekki að búa yfir neinum sérstökum hæfileikum öðrum en dugnaði og vilja til að sinna sjálfboðastarfi í þágu félagsins. Þekking á ánni er mikill kostur en alls ekki skilyrði. Mest er um …

Lesa meira Viltu láta verkin tala í Flekkudalsá?

By SVFR ritstjórn

Barna- og unglingastarfið að hefjast

Það gleður okkur að tilkynna að barna- og unglingastarfið hefst á á morgun, 11. mars, í Rimaskóla í Grafarvogi þar sem boðið verður upp á kennslu og góð ráð í fluguhnýtingum. Þetta er fyrsti hittingurinn í vetur en framundan er spennandi dagskrá á næstu vikum og mánuðum sem sjá má hér að neðan. Viðburðadagatal barna- …

Lesa meira Barna- og unglingastarfið að hefjast

Elliðaár
By Hjörleifur Steinarsson

Vorveiðileyfin koma í vefsöluna á morgun !

Kæru félagsmenn. Á morgun kl 13:00 munum við opna fyrir sölu vorveiðileyfa í Leirvogsá og Korpu. Öll vorveiðileyfi verður að finna í vefsölu SVFR https://svfr.is/vefsala/ Í Leirvogsá eru báðar stangir seldar saman til 15. apríl, eins og síðustu ár er ein stöng seld í Korpu og er hún veidd annan hvern dag. Það eru einungis …

Lesa meira Vorveiðileyfin koma í vefsöluna á morgun !

By Hjörleifur Steinarsson

Nördaveisla Stangó

NÖRDAVEISLA STANGÓ – 12. MARS Á ÖLVER Nördaveislur Stangó halda áfram af fullum krafti. Næst á dagskrá er kvöld sem varpar ljósi á lífríkið í íslenskum ám og vötnum. Viðburðurinn fer fram miðvikudagskvöldið 12. mars á sportbarnum Ölver í Glæsibæ. Húsið opnar klukkan 19:00, dagskráin hefst klukkan 20:00 og stendur til 22:15. NÁTTÚRAN Í NÁVÍGI …

Lesa meira Nördaveisla Stangó

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR

Sterk fjárhagsstaða og Ragnheiður áfram formaður Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) undanfarin ár. Félagið hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta rekstrarári og nemur eigið fé félagsins nú 144 milljónum króna. Til samanburðar nam eigið fé einni milljón árið 2020. Þetta kom fram á aðalfundi SVFR, sem fór fram í Akóges-salnum …

Lesa meira Aðalfundur SVFR