By Ingimundur Bergsson

Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

Nú geta fastagestir Gljúfurár farið að láta sig hlakka til sumarsins en ánægjulegt er að segja frá því að um þessar mundir standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Enginn skortur er á faglærðum mönnum í húsi og unnið er hörðum höndum við að skipta út öllum gólfefnum, eldhúsinnréttingu og baðherbergjum auk þess að mála allt …

Lesa meira Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

By Ingimundur Bergsson

Rafræn félagsskírteini SVFR

Kæri félagsmaður, Það gleður okkur að tilkynna að í ár höfum við tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa félagsskírteini SVFR út á stafrænu formi fyrir símaveski. Á félagsskírteininu má sjá uppfært félagsnúmer og ýmsar upplýsingar á bakhlið (pass info eða punktarnir þrír). Við erum að vinna í að fá samstarfsaðila til liðs við okkur …

Lesa meira Rafræn félagsskírteini SVFR

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR

Sterk fjárhagsstaða og Ragnheiður áfram formaður Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) undanfarin ár. Félagið hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta rekstrarári og nemur eigið fé félagsins nú 144 milljónum króna. Til samanburðar nam eigið fé einni milljón árið 2020. Þetta kom fram á aðalfundi SVFR, sem fór fram í Akóges-salnum …

Lesa meira Aðalfundur SVFR

By Ingimundur Bergsson

Framboð til stjórnar og fulltrúaráðs 2025

Ragnheiður sjálfkjörin í sæti formanns. Nú þegar framboðsfrestur er runnin út er ljóst að sjálfkjörið er í sæti formanns en Ragnheiður Thorsteinsson (#428) bauð sig fram til áframhaldandi starfa í sæti formanns. Hér má sjá framboðsræðu hennar. Þrír í framboði um þrjú stjórnarsæti. Lögum samkvæmt stendur til að kjósa þrjá stjórnarmenn til næstu tveggja ára …

Lesa meira Framboð til stjórnar og fulltrúaráðs 2025

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur 2025 – Dagskrá

Kæru félagar! Það styttist í aðalfund félagsins sem er á dagskrá fimmtudaginn 27. febrúar nk. kl. 18:00. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4. Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir: 1. Formaður setur fundinn 2. Formaður minnist látinna félaga 3. Formaður tilnefnir fundarstjóra 4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara 5. Inntaka nýrra félaga 6. Formaður …

Lesa meira Aðalfundur 2025 – Dagskrá

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR verður haldinn 27. febrúar

Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 18:00 í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund (13. febrúar), með …

Lesa meira Aðalfundur SVFR verður haldinn 27. febrúar

By Ingimundur Bergsson

Kveðja frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Genginn er félagi nr. 11. Gylfi Pálsson var ötull talsmaður verndunar Elliðánna. Hann var veiðivörður í ánum í kring um 1960. Þar sem eitt af verkefnunum var að flytja laxa með vöruflutningabílum upp yfir stíflu og sleppa í Fjárhúsahyl. Gylfi hafði mikla þekkingu á ánum og hafði gaman af að miðla henni og þá gjarnan …

Lesa meira Kveðja frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

By Ingimundur Bergsson

Áramótasprenging í umsóknum um veiðileyfi

Gífurleg aukning varð milli ára á umsóknum um veiðileyfi hjá SVFR eða um 40%. Hugsanlega hefur umsóknartímabilið, sem stóð frá 10. desember til áramóta, hentað félagsmönnum betur en áður þegar umsóknartímabilið var fyrr í desember og margir uppteknir í jólastressi. Þó er vert að taka fram að nýjum félagsmönnum fjölgaði ört í nóvember og desember …

Lesa meira Áramótasprenging í umsóknum um veiðileyfi

By Ingimundur Bergsson

Sýndarferðalög – 360° veiðikort Einars Rafnssonar

Einar Rafnsson, félagsmaður í SVFR, hefur útbúið og gefið út ný byltingarkennd veiðikort af nokkrum ársvæðum.  Um eru að ræða veiðikort þar sem notandinn getur svifið yfir árnar með hjálp drónamyndatöku Einars. Hægt er að staldra við og skoða ljósmyndir af stöðununum og lesa veiðistaðalýsingar fyrir flesta veiðistaði og myndbönd bæði með dróna og af …

Lesa meira Sýndarferðalög – 360° veiðikort Einars Rafnssonar

By Ingimundur Bergsson

Veiðitímabilið 2025 – Úthlutun og sala veiðileyfa

Nú fer að styttast í úthlutun til félagsmanna en hún hefst 10. desember nk. og stendur til áramóta svo nú geta félagsmenn slakað á yfir hátíðirnar og sótt um veiðileyfin sem þeir hafa hug á án þess að vera í miðjum jólaundirbúningi líkt og síðustu ár. Við vekjum athygli á því að ákveðin ársvæði eru …

Lesa meira Veiðitímabilið 2025 – Úthlutun og sala veiðileyfa