Við eigum 3 lausar stangir í startinu í júní í Langá, einnig lausar stangir í Langá á frábærum tíma í júlí, þar á meðal 10-12 júlí þar sem gestgjafi veiðimanna verður enginn annar en goðsögnin Árni Bald. Eitthvað laust af leyfum í ágúst og september líka, sjá hér:
Eitt holl var að losna vegna forfalla í Haukadalsá, um er að ræða 1.8 – 3.8, frábær tími í Haukunni. Hægt er að fá þetta holl sem sjálfsmennsku í húsi með 1/2 staðarhaldi, nánari upplýsingar á skrifstofu SVFR eða á svfr@svfr.is
Þá eru lausir dagar í Leirvogsá í sumar en þeim fer fækkandi,sjá hér:
Eitthvað er laust í byrjun sumars í Gljúfurá og svo í september, miklar endurbætur standa nú yfir á húsinu í Gljúfurá og óhætt að segja að það muni ekki væsa um veiðimenn þar í glæsilegu húsi. Laus holl í Gljúfurá má sjá hér.
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, það stendur til að fara í framkvæmdir í húsi með vorinu og stækka eldhús, það mun gera gott hús enn betra og þetta svæði er frábært fyrir fjölskyldur og minni hópa. Lausum hollum í sumar fer fækkandi og von manna er sú að seiðasleppingar síðustu ára fari að skila sér inn í veiðina í sumar, klárt mál að ef það gerist þá verður bingó í sal í Djúpinu. Laus leyfi í sumar má sjá hér.
Miðá í Dölum,þessi vinsæla fjölskylduá er svo gott sem uppseld í sumar. Þó er enn laust eitt holl á besta tíma 31.7-2.8 og svo eru 2 holl í september sjá hér:
Flekkudalsá er eins og venjulega gríðarlega vinsæl,skal engan undra þar sem þessi perla á Fellsströndinni þykir með fallegri laxveiðiám landsins. 2 holl laus í september, sjá hér:
Þá viljum við benda veiðifólki á nýjasta svæði SVFR í sölu, Vatnsdalsá í Vatnsfirði, glæsilegt 2 stanga svæði með húsi,sjá hér:
Laus leyfi í Vatnsdalsá í sumar: vefsala
Urriðasvæðin fyrir norðan eru gríðarlega vinsæl, Mývatnssveitin er svo gott sem uppseld en þó eru til einhverjar stangir í ágúst, sjá hér.
Laxárdalurinn er sífellt að verða vinsælli og margir sem hafa tekið ástfóstri við þetta magnaða veiðisvæði, júní er svo til uppseldur en þó er hægt að finna staka stöng 19-22 júní.
Júlí mánuður er gríðarvel bókaður í Dalnum en vegna afbókunar erlendra veiðimanna þá er laust dagana 17-23 júlí, þetta er gjarnan talinn einhver albesti tíminn í ánni og þarna er þurrfluguseasonið í algleymingi, algjörlega magnaðar senur sem hægt er að lenda í þarna með þurrfluguna. Svo er slatti laust í byrjun ágúst, það er tími sem leynir oft ansi mikið á sér.
Lausir dagar í Laxárdal í sumar sjá hér.