Fimmtudagskvöldið 11. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14.
Húsið opnar kl. 19:30 en Henrik mun byrja að kasta kl. 20:15.
Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic.
Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir.