By SVFR ritstjórn

Jólablað Veiðimannsins 2024

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda. Má þar nefna umfjöllun um Vatnsdalsá í Vatnsfirði en eins og margir vita hefur SVFR gert samning um sölu veiðileyfa í ána næsta sumar. „Skýrsla staðarhaldara í Langá” er einkar fróðleg lesning eftir Kristján Friðriksson, sem …

Lesa meira Jólablað Veiðimannsins 2024

By SVFR ritstjórn

Úthlutun 2025 er hafin!

Úthlutun 2025 er hafin! Við höfum opnað fyrir umsóknir vegna úthlutunar veiðileyfa 2025 og því tilvalið að skoða fjölbreytt úrval veiðileyfa og sækja um. Samhliða kynnum við nýja söluskrá SVFR en hún kemur einnig í prentaðri útgáfu til félagsmanna sem fylgirit með Veiðimannum sem fer í póst á næstu dögum. Til að sækja um og/eða …

Lesa meira Úthlutun 2025 er hafin!

By SVFR ritstjórn

Korpa – breytt fyrirkomulag

Við kynnum breytt fyrirkomulag varðandi Korpu.  Áin verður seld í hálfum dögum líkt og Elliðaárnar og veiðisvæðið verður frá ós upp að Lambhagavegi. Fyrirhugað er að selja svæðið frá Lambhagavegi upp að Hafravatni sér. Ástæðan fyrir þessum breytingum er að efra svæðið er afar lítið veitt en geymir töluvert af silungi og þegar líður á …

Lesa meira Korpa – breytt fyrirkomulag

By Árni Kristinn Skúlason

Drottning Norðursins – sértilboð til félaga SVFR

Félögum í SVFR býðst að kaupa stórvirkið Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins eftir Steinar J. Lúðvíksson á sérstöku tilboðsverði, aðeins 10.999 kr. (Fullt verð er 15.999). Bókin er öll hin glæsilegasta, 350 síður að lengd, í stóru broti og ríkulega skreytt myndum. Textinn er lifandi og læsilegur – sannkallaður kjörgripur öllum þeim er stundað …

Lesa meira Drottning Norðursins – sértilboð til félaga SVFR

By Ingimundur Bergsson

Veiðitímabilið 2025 – Úthlutun og sala veiðileyfa

Nú fer að styttast í úthlutun til félagsmanna en hún hefst 10. desember nk. og stendur til áramóta svo nú geta félagsmenn slakað á yfir hátíðirnar og sótt um veiðileyfin sem þeir hafa hug á án þess að vera í miðjum jólaundirbúningi líkt og síðustu ár. Við vekjum athygli á því að ákveðin ársvæði eru …

Lesa meira Veiðitímabilið 2025 – Úthlutun og sala veiðileyfa

By Eva María Grétarsdóttir

Það verður glatt á hjalla í Akóges salnum 4. desember!

Þann 4. desember næstkomandi mun Stangaveiðifélagið Reykjavíkur standa fyrir tveimur viðburðum í Akóges salnum Lágmúla 4. Sá fyrri fer fram milli klukkan 17-19 en þá bjóðum við heldri félagsmönnum, 67 ára og eldri, í sérstakt heiðurskaffi. Að því loknu, eða klukkan 19:00, hefst svo opið hús þar sem jólagleðin verður í fyrirrúmi og eru allir …

Lesa meira Það verður glatt á hjalla í Akóges salnum 4. desember!

By Ingimundur Bergsson

Laxá – lífríki og saga mannlífs og veiða

Út er komin glæsileg bók um urriðasvæðin í Laxá, Laxárdal og Mývatnssveit. Virkilega eigulegur gripur fyrir alla unnendur svæðanna.  Bókin fæst í forsölu fyrir félagsmenn í SVFR en nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningunni hér fyrir neðan. Forsala á bókinni til félaga í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, Stangaveiðifélagi Akureyrar og Ármönnum verður 1. – 21. nóvember á …

Lesa meira Laxá – lífríki og saga mannlífs og veiða

By Ingimundur Bergsson

Vatnsdalsá í Vatnsfirði bætist í hópinn!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Vatnsdalsá í Vatnsfirði verður í boði fyrir félagsmenn SVFR næstu árin en skrifað var undir samning við Flugu og net ehf. í vikunni. Vatnsdalsá í Vatnsfirði er lítil tveggja stanga á sem býður upp á bæði lax- og bleikjuveiði á frábæru verði en stangardagurinn mun kosta á …

Lesa meira Vatnsdalsá í Vatnsfirði bætist í hópinn!