Ný viðburðarnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur verið sett á laggirnar. Nefndin mun taka yfir verkefni skemmtinefndar, standa fyrir viðburðum fyrir félagsmenn og útbúa viðburðardagatal, sem birt verður á heimasíðu SVFR svo félagsmenn geti fylgst með því sem framundan er í félagsstarfinu.
Eins og greint hefur verið frá þá hefur Helga Gísladóttir verið skipuð viðburðarstjóri en hún þekkir félagsstarf Stangaveiðifélagsins afar vel eftir að hafa starfað með kvennadeild félagsins og verið í árnefnd Laxár í Laxárdal.
Allir áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 13. desember og er hægt að sækja um hér.
Fyrirspurnir má senda á svfr@svfr.is.