Nú fer að líða að lokum á þessu veiðisumri, laxveiðin hefur ekki staðið undir væntingum en silungsveiðin verið heilt yfir mjög góð.
Langá er komin í 609 laxa og eftir rigningar síðustu daga er komið smá líf í ánna, Langá lokar 25.9.
Lausir dagar í Langá í september:
Haukadalsá tók heldur betur kipp við rigningarnar, áin er komin í 223 laxa og veiðin síðustu daga verið fín.
Sandá í Þistilfirði er komin í 280 laxa, langþráðar rigningar á NA horninu hleyptu smá lífi í ána.
Laust holl í Sandá:
Laugardalsá er komin í 117 laxa, áin er að nálgast veiði síðasta árs sem verður að teljast nokkuð gott miðað við veiðitölur víða.
Laust holl í Laugardalsá:
Gljúfurá í Borgarfirði er komin í 79 laxa og 59 sjóbirtinga, haustveiðin er oft glettilega góð í ánni.
Laust holl í Gljúfurá:
Miðá í Dölum er komin í 64 laxa, áin er komin í fínt vatn og því er ekki loku fyrir það skotið að hún bæti sig verulega á endasprettinum.
Laust holl í Miðá:
Þverá í Haukadal er komin í 16 laxa, nú er vatnsbúskapurinn í ánni kominn í eðlilegt horf og mikið af fiski í ánni.
Laus dagur í Þverá:
Vatnsdalsá í Vatnsfirði er búin að vera með rólegra móti í sumar, þó nokkuð af laxi er í efri ánni skv heimildum og því eftir nokkru að slægjast í veiðinni þar.
Laus holl í Vatnsdalsá:
Sandá í Þjórsárdal er mjög sein í gang þetta árið, rigningarnar síðustu daga ættu þó að hjálpa til.
Lausir dagar í Sandá í september:
Flekkudalsá er komin í 54 laxa, mjög undir væntingum en vatnsleysi hefur hrjáð hana í sumar. Nú er komið fínt vatn og vonandi kikkar þetta inn á lokasprettinum.
Leirvogsá er komin í 233 laxa í sumar, veiðin þar með rólegra móti en þó ekki langt frá lokatölu síðasta árs.
Korpa er komin í 112 laxa í sumar, mikil dýfa frá veiðitölum síðasta sumars þegar Korpa endaði í 261 laxi.
Elliðaárnar eru komnar í 699 laxa, fínasta veiði en á samt langt í land með að ná veiðitölum síðasta sumars sem voru 938 laxar.
Flókadalsá efri hefur heldur betur rétt úr kútnum í sumar eftir mögur síðustu 2 ár á undan, bleikjuveiðin er komin í 705 fiska sem er alveg stórgott.
Laust holl í Flókadalsá:
Brúará í landi Sels er ekki með marga skráða fiska í sumar, okkur grunar að þarna sé töluverð vanskráning í gangi og hvetjum við veiðimenn til að skrá afla.
Lausir dagar í september í Brúará:
Gufudalsá í Gufudal er nú búin að loka, heildarveiðin í ár var 531 sjóbleikja, 8 sjóbirtingar og 7 laxar. Fínasta veiði en bleikjan orðin ansi smá þarna.