Opnunardagur veiðitímabilsins á Íslandi var nú á Páskasunnudag síðastliðinn, 1. apríl. Þá opnaði ein af okkar ám, Varmá, og er óhætt að segja að opnunin hafi bara gengið alveg prýðilega. Við heyrðum í veiðiverðinum nú í morgunsárið og hann staðfesti að á opnunardaginn hafi 45 fiskar verið færðir til bókar. Hann sagði að engin skrýmsli hafi komið á land fyrsta daginn en í gær, 2. apríl, hafi í það minnsta einn 80 cm og annar 70+cm fiskar verið færðir til bókar. Hann mundi ekki í augnablikinu hversu margir hafi náðst í gær en staðfesti að það væri mjög kalt fyrir austan fjall í dag.
Þetta kuldakast var ekki beint það sem við hefðum óskað okkur en þessu verður að taka með jafnaðargeði því þessu getum við jú ekki breytt. Langtíma veðurspáin gerir ráð fyrir hlýindum strax í byrjun næstu viku. Það er laust í Varmá frá mánudeginum 9. apríl en stöðu lausra leyfa þar má sjá hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/varm/
Mynd frá 2. apríl fylgir nú með hér að ofan.