Við heyrðum í Sigurði Má fiskifræðingi sem opnaði teljarann við Skuggafoss fyrir fjórum dögum. Kíkt var á hann í gærkvöldi og voru þá 10 stórlaxar gengir í gegn og 1 smálax á þessum fáeinu dögum. Miðað við þessar fréttir að það má vel áætla að göngur eru hafnar í ánna sem er óvenju snemmt þetta árið. Boðar það einnig gott að smálaxinn er farinn að sýna sig.
Það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist í ánni þetta sumarið en það er einróma ályktun fiskifræðinga að öll skilyrði eru til staðar og að áin muni skila inn sterkum göngum þetta árið. Þeir sem vilja upplifa ævintýrið vættu að hafa samband við skrifstofu SVFR og með fyrirspurnir á svfr@svfr.is eða binni@svfr.is með lausa daga
Veiðikveðja