By Hjörleifur Steinarsson

Laxárbókin á tilboði til félagsmanna SVFR

TILBOÐ TIL FÉLAGSMANNA SVFR Nú styttist óðum í vorkomu og þá opnar Laxáin. Þá er nauðsynlegt að hafa hina vönduðu bók um ána við hendina. Af því tilefni og vegna afmælis félagsins býðst Laxárbókin nú á sérstöku vor tilboði kr. 12.800. Sem fyrr má panta bókina á þessu tilboði fram að næstu mánaðamótum á vefnum …

Lesa meira Laxárbókin á tilboði til félagsmanna SVFR

By Hjörleifur Steinarsson

Afmælisgleði SVFR 16. maí

Við kveðjum veturinn og fögnum 86 ára afmæli SVFR með pompi og prakt föstudaginn 16. maí í Akóges salnum Lágmúla 4. Húsið opnar klukkan 19:30 og dagskráin hefst klukkan 20:00 með ávarpi frá formanninum okkar. Kvöldið verður allt annað en rólegt en veislustjóri er enginn annar en Atli Þór Albertsson sem, ásamt sjálfum Halla Melló, …

Lesa meira Afmælisgleði SVFR 16. maí

By Ingimundur Bergsson

Minning um Gylfa Gaut Pétursson

Kveðja frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Gylfi Gautur var kosinn í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2000. Hann sat í stjórn félagsins í tíu ár, þar af sem varaformaður í sex ár. Auk þess starfaði hann í fulltrúaráði félagsins í tvö ár og tók virkan þátt í störfum árnefndar Krossár. Á aðalfundi árið 2013 hlaut hann silfurmerki félagsins …

Lesa meira Minning um Gylfa Gaut Pétursson

By Ingimundur Bergsson

Veiðiferð með meistara Árna Bald í Langá 10-12. júlí

Stórveiðimaðurinn Árni Baldursson gekk í SVFR í vetur eftir 30 ára aðskilnað og af því tilefni höfum við sett í sölu sérstakt gestgjafaholl með meistaranum á frábærum tíma eða 10.-12. júlí. Þetta er sá tími sem laxinn gengur á fullum þunga upp Langá og jafnframt einn skemmtilegasti tíminn í ánni. Árni þekkir ána eins og …

Lesa meira Veiðiferð með meistara Árna Bald í Langá 10-12. júlí

By Hjörleifur Steinarsson

Flugukastnámskeið með Klaus Frimor!

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðiflugur bjóða upp á spennandi flugukastnámskeið í maí með Klaus Frimor, einum reyndasta flugukastkennara heims.Námskeiðin eru frábær kostur fyrir einstaklinga, vinahópa og fjölskyldur, þar sem einungis sex þátttakendur eru á hverju námskeiði. Þau henta bæði byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguköstum og reyndari veiðimönnum sem vilja lagfæra smávægilegar …

Lesa meira Flugukastnámskeið með Klaus Frimor!

By SVFR ritstjórn

Framtíðarveiðimenn í Korpu – fyrri dagur

Það var lífleg og góð stemmning í Korpu annan sunnudag aprílmánaðar þegar fyrsta veiðiferð ungmennastarfsins á árinu 2025 fór fram. Þrátt fyrir vor í lofti var kuldi og rok og aðstæður nokkuð krefjandi en ungu veiðimennirnir létu veðrið ekki á sig fá og voru svo sannarlega tilbúnir að takast á við það sem koma skyldi. …

Lesa meira Framtíðarveiðimenn í Korpu – fyrri dagur

By Ingimundur Bergsson

Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið, SVFR, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðifélag Elliðavatns standa fyrir sumarhátíð veiðimanna. Dagskráin verður í höndum fræðslunefndar og Ungmennafélags SVFR auk Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem margt skemmtilegt og fræðandi verður í boði fyrir börn og fullorðna. Aðilar frá SVFR verða veiðimönnum innan handar og veita góð ráð milli 11-13. Hvetjum alla til að taka með sér …

Lesa meira Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!

By Ingimundur Bergsson

Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

Nú geta fastagestir Gljúfurár farið að láta sig hlakka til sumarsins en ánægjulegt er að segja frá því að um þessar mundir standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Enginn skortur er á faglærðum mönnum í húsi og unnið er hörðum höndum við að skipta út öllum gólfefnum, eldhúsinnréttingu og baðherbergjum auk þess að mála allt …

Lesa meira Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu