By Ingimundur Bergsson

Frábær feðgavakt í Elliðaánum

Feðgarnir Sindri Þór Kristjánsson og Alexander Þór Sindrason (12 ára) áttu eftirminnilega vakt í Elliðaánum um síðustu helgi. Sindri Þór byrjaði á því að fá fallegan lax í Símastreng á púpu. Skömmu seinna fer Alexander Þór yfir veiðistaðinn með Green Butt og setti í og landaði glæsilegum 86 cm laxi. Ungi veiðimaðurinn var bara rétt …

Lesa meira Frábær feðgavakt í Elliðaánum

By Árni Kristinn Skúlason

Veisla í Varmá!

Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í …

Lesa meira Veisla í Varmá!

By Árni Kristinn Skúlason

Hvað á að gera við veiddan eldislax og hnúðlax?

Umræðan varðandi hnúðlaxa hefur verið mikil í ár, þeir veiðast aðallega annað hvert ár og hittir það á oddatölur. Næsta hnúðlaxasumar verður 2023 síðan 2025 og svo framvegis. En þá kemur að spurningunni, hvað skal gera við veiddan hnúðlax? Best er að drepa hann og frysta hann heilan, síðan skal tilkynna fiskinn og koma honum …

Lesa meira Hvað á að gera við veiddan eldislax og hnúðlax?

By Árni Kristinn Skúlason

Hörkutilboð í Laxárdal og Mývatnssveit!

Núna býðst félagsmönnum að kaupa stangir í Laxárdal og Mývatnssveit á 50% afslætti, veitt er hálfan/hálfan og það er ekki skylda að vera í veiðihúsi. Ef menn vilja vera í húsi skulu þeir senda póst á [email protected] Leyfin í Mývatnssveitinni eru á 21.840kr og í Laxárdalnum eru dagurinn á 16.400kr, frábært tækifæri til að veiða …

Lesa meira Hörkutilboð í Laxárdal og Mývatnssveit!

By Árni Kristinn Skúlason

Eldislax í Laugardalsá

Furðufiskur gekk upp í Laugardalsá í gær, teljarinn mældi hann 62 sentimetra langan. Þessi fiskur er að öllum líkindum eldislax, við sendum myndskeiðið á Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum og hann sagði að hérna væri um eldislax um að ræða. Hér er það sem Jóhannes hafði að segja um laxinn: “Það er rétt hjá þér Árni …

Lesa meira Eldislax í Laugardalsá

By Árni Kristinn Skúlason

Veiddir þú hnúðlax?

Það hefur vakið athygli hversu mikið veiðist af hnúðlaxi þessa dagana, hann er nýr á vatnasvæðum Íslands og er ekki vinsæll meðal stangveiðimanna. Hnúðlax veiddist fyrir stuttu í Sandá í Þistilfirði, myndin sem fylgir fréttinni er af honum. Algengt er að veiðimenn ruglist á hnúðlaxi og sjóbleikju þegar hann er nýgenginn, en doppóttur sporðurinn kemur …

Lesa meira Veiddir þú hnúðlax?