By Hjörleifur Steinarsson

Endurúthlutun veiðisvæða 2024

Góðan daginn. SVFR vill minna félagsmenn og aðra viðskiptavini á að frestur til að sækja um endurbókun á völdum ársvæðum rennur út 1.okt. Ársvæðin sem eru í endurbókun fyrir árið 2024 eru: Langá Sandá Haukadalsá 30.6 – 1.9 Miðá Laugardalsá Flekkudalsá Laxá í Mývatnssveit Laxá í Laxárdal Langá efsta svæði Hér er linkur á endurbókun: …

Lesa meira Endurúthlutun veiðisvæða 2024

By Hjörleifur Steinarsson

Perlan í Þistilfirði

Árnefnd Sandár lokaði ánni um liðna helgi, samkvæmt  venju fóru menn til veiða þegar færi gafst á milli verkefna og vinnu við frágang. Vel hefur gengið í Sandá í sumar og veiddust í henni 336 laxar, meðal lengd veiddra laxa var 72cm og var 99% veiddra laxa sleppt aftur. 7 Hnúðlaxar voru skráðir í Sandá …

Lesa meira Perlan í Þistilfirði

By Ingimundur Bergsson

Langá 19-21.9 á tilboði

Langá 19-21.9 Vorum að setja í vefsöluna hollið 19-21.9 í Langá á aðeins krónur 40.000 stöngin á dag eða 32.000 fyrir félagsmenn í SVFR. Um er að ræða tveggja daga holl (hálfur – heill – hálfur). Fæðið er á kr. 24.900 á dag ef tveir í herbergi. Nú er að hrökkva eða stökkva fyrir! Sjá …

Lesa meira Langá 19-21.9 á tilboði

By Hjörleifur Steinarsson

Fréttir af ársvæðum

Það er aðeins að færast líf í árnar eftir rigningar  síðustu daga. Holl sem lauk veiðum 4. sept í Gljúfurá landaði 16 löxum og þó nokkrum silungum, mikið líf í ánni og laxinn byrjaður að dreifa sér um ána. Haukadalsáin er heldur betur búin að hrökkva í gang, hollið sem var við veiðar 5-7.sept var …

Lesa meira Fréttir af ársvæðum

By SVFR ritstjórn

Lokað eftir hádegi í dag

Í dag, föstudaginn 18. ágúst, ætla starfsmenn skrifstofunnar að gera sér glaðan dag og því verður lokað eftir hádegi. Eins og ávallt er hægt að senda okkur fyrirspurnir á [email protected] eða í gegnum messenger á Facebook. Sé um neyðartilfelli að ræða skal hringja í síma veiðiumsjónar, 821-3977. Við mætum aftur eldhress á vaktina á mánudagsmorgun …

Lesa meira Lokað eftir hádegi í dag

By Ingimundur Bergsson

Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi yfir enda …

Lesa meira Langárævintýri í gær þegar 94 sm laxi var landað eftir langa baráttu!

By SVFR ritstjórn

Sandá í góðum gír!

Óhætt er að segja að vatnsleysið sem hefur verið að hrjá okkur hér á Vestur- og Suðvesturlandinu sé ekki uppi á teningnum á Norðausturhorninu en fínasti gangur er búinn að vera í Sandá í Þistilfirði og að sögn veiðimanna hefur áin hreinlega verið flæðandi af laxi síðustu daga. Þegar rýnt er í tölfræðina á Angling …

Lesa meira Sandá í góðum gír!