Veiðin er hafin í Langá
Langá á Mýrum opnaði í morgun og markaði þar með upphaf laxveiðitímabilsins 2025 hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Frábært vatn er í ánni og veður milt og gott. Kjöraðstæður myndu einhverjir segja enda var fyrsti laxinn, sem við höfum fengið veður af, kominn á land korter fyrir átta í Glannabroti. Falleg 66 cm. hrygna sem tók litla …