Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

Nú geta fastagestir Gljúfurár farið að láta sig hlakka til sumarsins en ánægjulegt er að segja frá því að um þessar mundir standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Enginn skortur er á faglærðum mönnum í húsi og unnið er hörðum höndum við að skipta út öllum gólfefnum, eldhúsinnréttingu og baðherbergjum auk þess að mála allt upp á nýtt. Þess má geta að síðasta sumar var komið fyrir nýjum heitum potti og því óhætt að segja að það eigi eftir að fara ennþá betur um veiðimenn í veiðihúsinu í sumar enda aðstaðan að verða fyrsta flokks.

Gljúfuráin, sem alltaf er jafn vinsæl meðal félagsmanna, er svo gott sem uppseld í sumar en við lumum þó enn á nokkrum hollum. Þá er hægt að kaupa eins dags holl í ágúst en um er að ræða seinni part 26. ágúst og fyrri part 27. ágúst – kjörið fyrir þá sem vilja skella sér í stuttan laxveiðitúr í frábæru umhverfi.

HÉR má sjá þau holl sem eftir standa í ánni í sumar.

Við hlökkum til að sýna ykkur myndir af endurbótunum þegar allt er orðið klárt.

By Ingimundur Bergsson Fréttir