Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn.

Nú er síðasti mánuður veiðitímabilsins hjá SVFR að renna upp, ekki er hægt að segja að veiðitölurnar séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir.

Langá er komin í 490 laxa, aðeins batamerki á tökunni síðustu daga og vonandi fer góður september mánuður í hönd, september hefur verið einna besti mánuðurinn í Langá síðustu 2 ár.

SVFR hefur ákveðið að selja 5 lausar stangir í hollinu 1-3 sept á sérstöku tilboðsverði, 51.200 dagurinn til félagsmanna eða rétt rúmar 100 þús kr fyrir 2 daga, ath hús ekki innifalið.
Sjá hér:

Haukan er komin í tæpa 180 laxa, Haukan hefur liðið fyrir mikið magn af hnúðlaxi í sumar, einnig hefur vatnsstaðan verið frekar lág.

Sandá í Þistilfirði er komin í tæpa 250 laxa, vatnsstaðan í Þistilfirðinum hefur verið frekar lág í sumar og miklir hitar í júlí, veiðin samt alveg á pari.

Elliðaárnar eru komnar í 590 laxa, rúmlega 4 þúsund laxar gengnir í gegnum teljara.

Leirvogsá er komin í 222 laxa, mjög róleg veiði þar þrátt fyrir mikið af laxi í ánni.

Korpan er róleg líka, rétt skriðin yfir 100 laxa. Mikill gróður í ánni er að gera veiðimönnum lífið leitt, sólardagarnir gera laxveiðinni lítið gagn.

Gljúfurá er komin í 58 laxa og 57 sjóbirtinga, september hefur oft verið gjöfull í Gljúfurá, það er eitt laust holl í september sjá hér:

Flekkudalsá er komin í 49 laxa, hún hefur liðið fyrir vatnsleysi í sumar. Haustrigningarnar gætu gert mikið fyrir veiðina hér, það er eitt laust holl í sept, sjá hér:

Laugardalsá er komin í 87 laxa, september hefur oft verið mjög góður í ánni. Laus holl má sjá hér:

Miðá í Dölum er komin í 41 lax og 197 sjóbleikjur, laxveiðin gæti tekið kipp ef það fer að rigna í Dölunum, einhver holl laus í sept sjá hér:

Vatnsdalsá í Vatnsfirði er komin í 10 laxa, við höfum þær fréttir að allur laxinn sé kominn í efri ánna og þar sé mikið af honum. Laus holl í sept má sjá hér:

Þverá í Haukadal er með 10 laxa skráða í bók, okkar tilfinning er að þarna sé skráningu ábótavant og hvetjum við veiðimenn til að skrá. Lausir dagar í sept sjá hér:

Sandá í Þjórsárdal er komin með fyrstu laxa í bók, 2 laxar komnir í bók og fleiri hafa sést, september er aðalmánuðurinn í veiðinni í Sandá, lausir dagar sjá hér:

Gufudalsá er komin í 486 sjóbleikjur og 6 laxa, fínasta veiði þar. Eitt laust holl 1-3.9 sjá hér:

Flókadalsá í Fljótum er komin í ríflega 550 bleikjur, flott veiði þar og eitthvað laust núna í sept, sjá hér:

Brúará fyrir landi Sels er alltaf vinsæl, þess má geta að það eru komnir 2 laxar í bók þar. Lausir dagar í Brúará sjá hér:

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir