Opið fyrir úthlutun 2026

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagaúthlutun SVFR fyrir veiðisumarið 2026. Tilvalið tækifæri til að taka sér frí frá jólaösinni, skoða fjölbreytt úrval veiðileyfa og sækja um. Söluskráin fyrir 2026 verður send í pósti með nýjasta tölublaði Veiðimannsins sem fer í dreifingu á næstu dögum og verður einnig aðgengileg á svfr.is.

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember nk. Við viljum minna félagsmenn á að til að taka þátt í úthlutuninni þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ekki verður veittur aukafrestur til að sækja um. Eingöngu félagar í SVFR sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2026 eiga rétt á að taka þátt í félagaúthlutun.

Nýjar úthlutunarreglur í Elliðaánum
  1. Veiðitímabilinu er nú skipt í vikur, en ekki daga líkt og áður.
  2. Félagsmenn sækja um þá viku sem þeir vilja veiða í og slembival ræður síðan hvaða dag umsækjandi fær innan þeirrar viku, sem og hvort veitt er fyrir eða eftir hádegi.
  3. Félagsmaður þarf að hafa náð 12 ára aldri til að geta sótt um.

Við viljum einnig árétta að engu breytir hvenær umsókn berst innan umsóknartímabilsins. Allar umsóknir hljóta jafna meðferð við úthlutun, óháð því hvort þær berist á fyrsta eða síðasta degi.

Smelltu hér til að sækja um í félagaúthlutun

Kveðja,

starfsfólk og stjórn SVFR

By Ingvi Örn Ingvason Skrifstofa