Úthlutun í Elliðaárnar 2026

Í dag fór fram útdráttur með slembivali á skrifstofu SVFR kl. 12.15 í votta viðurvist.

Óhætt er að segja að Elliðaárnar hafi aldrei verið vinsælli hjá félagsmönnum SVFR. Að þessu sinni voru 1482 að sækja um 760 dagsparta þannig að það var fyrirfram vitað að aðeins rúmlega helmingur umsækjenda myndu fá úthlutuðu leyfi.

Búið er að keyra út reikninga og senda þeim félagsmönnum sem fengu úthlutað og stofna kröfur í netbanka. Þannig að ef að þú hefur hvorki fengið sendan reikning eða fengið kröfu í netbanka er hætt við því að þú hafir ekki haft heppnina með þér.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt eftir vikum þar sem bæði er sýnt framboðið og eftirspurnin. Einnig má sjá þarna hversu miklar líkur voru á því að fá úthlutað leyfi miðað við þá viku sem sótt var um.

 

 

Annars er úthlutun á lokastigi og má búast við því að skrifstofan klári hana um miðja næstu viku. Vorveiðin í Elliðaánum ætti að verða tilbúin eftir helgi, en fjölmargir sóttu um þar.

 

Góða helgi!

SVFR

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir