Miðsvæðið í Laxá í Aðaldal til SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) hefur samið um sölu veiðileyfa á Miðsvæðinu í Laxá í Aðaldal. Laxá er eitt af þekktustu lax- og urriðaveiðisvæðum landsins og bætist nú við öflugt úrval veiðisvæða SVFR og eykur enn fjölbreytni fyrir félagsmenn. Miðsvæðið nær yfir veiðistaði á Jarlsstöðum, Hjarðarhaga, Tjörn og Ytra-Fjalli. Aðgengi er frábært og hægt er að keyra …