Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið, SVFR, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðifélag Elliðavatns standa fyrir sumarhátíð veiðimanna.

Dagskráin verður í höndum fræðslunefndar og Ungmennafélags SVFR auk Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem margt skemmtilegt og fræðandi verður í boði fyrir börn og fullorðna.
Aðilar frá SVFR verða veiðimönnum innan handar og veita góð ráð milli 11-13. Hvetjum alla til að taka með sér veiðistangir. Þeir sem vilja taka þátt í skemmtilegum pödduratleik mega taka með sér krukku og sílaháf en eitthvað verður þó til á staðnum. Veiðifélag Elliðavatns býður upp á veiði í vatninu meðan hátíðin stendur yfir.

Dagskrá:

Kl. 10:00 – 11:00 Veiði og lífríki Elliðavatns
Caddisbræður og Óli Urriði verða með sína árlegu fræðslukynningu og umræðu. Sérstakir gestir verða Örn Hjálmarsson og fleiri Elliðavatnssnillingar.

Kl. 11:00 – 12:00 Skógarþrautir
Skógarþrautir með Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Varðeldur og sykurpúðar ef gróður verður ekki of þurr.

Kl. 12:00 – 13:30 Veiðihátíð krakkanna

Kl. 12:00 Fræðsluefni fyrir börn á myndrænu formi sem er unnið af Óla Urriða.
Kl. 12:30 Lífríkið skoðað, léttur og skemmtilegur ratleikur við Elliðavatnsbæinn.
Kl. 13:00 Grillaðar pylsur.

 

Vinsamlegast kíkið á viðburðinn á FB – þar sem hægt er að skrá sig.

Gleðilegt sumar og góða skemmtun!

<< smelltu á myndina til að skoða dagskrána >>

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir