Veiði hófst í Sandá í Þistilfirði þann 24. júní og var holl númer tvö að ljúka veiðum í gær. Hollið landaði 5 löxum og misstu nokkra.
Það er mikið vatn í Sandá sem er þó tær og flott. Talsvert af fiski er að ganga í þessum straumi og þegar síðustu veiðimenn hættu veiðum var áin að sjatna eftir rigningar. Það var talsvert af fiski á Fossbrotinu og hollið sem hóf veiðar í gær ætti að vera í góðum málum.
Myndin sem fylgir fréttinni er af Sigurjóni Gísla Jónssyni með spikfeitan, nýgenginn og lúsugan 80 cm lax.
Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir á netfangið svfr@svfr.is
Með veiðikveðju,
Skrifstofan