Örfréttir af svæðum SVFR

Kvennanefnd SVFR var við veiðar í Langá dagana 30. ágúst til 1. september. Gleðin leynir sér ekki enda veiddu þær vel!

Elliðaár
65 laxar veiddust í vikunni í Elliðaánum og eru alls 842 komnir á land þegar 9 dagar eru eftir af tímabilinu sem er mesta veiði síðan árið 2018 þegar veiddust 960 laxar. Elliðaárnar eru uppseldar.

Flekkudalsá
Vikuveiðin var 9 laxar og slatti af sjóbirting, alls hafa veiðst 140 laxar í Flekkunni. Síðasta sumar veiddust 78 laxar þannig bætingin er umtalsverð, enda er mikið af laxi á svæðinu. Flekkudalsá er uppseld.

Gljúfurá
Vikuveiðin var fimm laxar ásamt slatta af sjóbirting. það eru komnir 130 laxar á land. Áin er fræg fyrir síðsumarsveiði og á mikið inni, september er oftar en ekki aflahæsti mánuðurinn í Gljúfurá.  Við eigum eitt holl eftir í Gljúfurá, það má sjá hér.

Haukadalsá
364 laxar eru komnir á land og er fiskur á öllum stöðum í ánni en takan er dræm.  Haukan er uppseld í ár.

Korpa/Úlfarsá
Vikuveiðin var 30 laxar sem er frábær veiði á stangirnar tvær! Alls hafa veiðst 219 laxar sem er mesta veiði síðan árið 2018 en þá veiddust 237 laxar. Korpan er uppseld í ár.

Langá
Vikuveiðin í Langá var 80 laxar og núna er tími fjallsins, alls hafa veiðst 1093 laxar og er það besta veiðin síðan árið 2018 þegar veiddust 1635 laxar. Við eigum ennþá nokkur leyfi eftir og má sjá þau hér.

María Hrönn með haustlax úr Langá / Mynd – María Hrönn

Langá – Efsta svæðið
Lítið er um skráningar á svæðinu en tvær bleikjur voru skráðar í bók. September er besti mánuðurinn á fjallinu! Uppselt er á efsta svæðið.

Laugardalsá
Vikuveiðin í Laugardalsá var 20 laxar en núna er veitt hana á tvær stangir í stað þriggja. Mikið líf er á svæðinu og er laxinn farinn að færa sig ofar í ánna. Í vefsölunni okkar er að finna tvö laus holl í Laugardalsá í september sem sjá má HÉR.

Sigurður Kristjánsson með fallegan hæng úr Laugardalsá / Mynd Sigurður Kristjánsson

Leirvogsá
Vikuveiðin var 14 laxar og hafa alls veiðst 222 laxar á stangirnar tvær. Maros Zatko var við veiðar í gær og landaði 11 löxum á eina stöng, hann sagði að áin væri full af laxi.  Leirvogsá er uppseld.

Miðá.
Vikuveiðin í Miðá var 20 laxar á stangirnar þrjár og hafa alls 177 laxar veiðst þar í ár. Við eigum ennþá laus holl í september í Miðá og má sjá þau hér.

Sandá
Vikuveiðin í Sandá var 12 laxar og hafa veiðst 349 laxar. Það eru tvö holl laust í september og má sjá þau hér.

Þverá í Haukadal
Enginn fiskur var skráður í bók síðustu vikuna, alls eru 34 laxar skráðir í bók en skráning hefur verið afar léleg.  Þverá er uppseld í ár.

Ragnheiður Thorsteinsson með glæsilegan 93cm hæng úr Sandá / Mynd Ragnheiður Thorsteinsson

Brúará í landi Sels
Núna fer besti tíminn fyrir laxinn að ganga í garð, veiðimenn hafa einnig verið varir við sjóbirtinga og sjóbleikjur í Dynjanda og við þjóðvegsbrú.    Laus leyfi er að finna í HÉR.

Flókadalsá í Fljótum
Rólegt hefur verið í Flókadalsá undanfarið en það er fiskur á svæðinu, hann er bara tregur til töku.   Við eigum nokkur holl eftir í september sjá HÉR.

Gufudalsá
Ágæt veiði hefur verið í sumar í Gufudalnum, mikið er skráð í veiðibókina sem er í húsinu en ekki í þá rafrænu. Gufudalsá er uppseld.

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir