Örfréttir af svæðum SVFR

Ármann Andri með 102cm höfðingja úr Haukadalsá / Mynd - Ármann Andri

Elliðaár
83 laxar veiddust í vikunni í Elliðaánum og eru alls 777 komnir á land. Ekki er ólíklegt að lokatalan verði nálægt 900 löxum! Elliðaárnar eru uppseldar í ár.

Flekkudalsá
Vikuveiðin var 6 laxar og slatti af sjóbirting, alls hafa veiðst 131 laxar í Flekkunni.  Töluvert er af fiski á svæðinu og mun örugglega koma góður kippur í veiðina eftir rigningarnar sem eru í veðurspánni. Flekkudalsá er uppseld.

Gljúfurá
Vikuveiðin var átta laxar og slatti af sjóbirting. það eru komnir 125 laxar á land.  Áin á mikið inni í ár og er oft afar öflug í september. Við eigum eitt holl eftir í Gljúfurá, það má sjá hér.

Haukadalsá
Vikuveiðin var 34 laxar á stangirnar fimm, það eru allar líkur á því að allt fari á fullt eftir rigningarnar eins og í fleiri ám því það er mikið af fiski á svæðinu.  Haukan er uppseld í ár.

Korpa/Úlfarsá
Töluvert vantar upp á veiðiskráningu í Korpunni, vikuveiðin er því 8 laxar og hafa alls 189 verið skráðir í bók. Korpan er uppseld í ár.

Langá
Vikuveiðin í Langá var 86 laxar og veiddist lax númer þúsund í fyrradag, alls hafa veiðst 1013 laxar. Septembermánuður er í uppáhaldi hjá mörgum velunnendum Langár og veiðist oft mjög vel þá, við eigum ennþá nokkur leyfi eftir og má sjá þau hér.

Langá – Efsta svæðið
Góð veiði hefur verið á svæðinu en vikuveiðin var 6 laxar og 8 bleikjur. September er besti mánuðurinn á fjallinu! Uppselt er á efsta svæðið.

Laugardalsá
Vikuveiðin í Laugardalsá var 11 laxar en núna er veitt hana á tvær stangir í stað þriggja. Talsvert er af laxi á svæðinu en hann heldur sig mest á tveimur helstu veiðistöðunum. Í vefsölunni okkar er að finna tvö laus holl í Laugardalsá í september sem sjá má HÉR.

Leirvogsá
Rólegur hefur verið yfir veiðinni í Leirvogsá en hún er afar vatnslítil sem gerir veiðina erfiða. Vikuveiðin var 16 laxar og hafa alls veiðst 208 laxar á stangirnar tvær. Við eigum lausa septemberdaga í vefsölunni – sjá HÉR.

Bjarki Bóasson með fallegan smálax úr Leirvogsá / Mynd – Bjarki Bóasson

Miðá
Frekar lítil veiði var síðustu daga í Miðá og var vikuveiðin 4 laxar. Það vantar ekki fiskinn en takan er mjög lítil, vonandi breytist það í rigningunni um helgina. Við eigum ennþá laus holl í september í Miðá og má sjá þau hér.

Sandá
Vikuveiðin í Sandá var 23 laxar og hafa veiðst 334 laxar, í fyrra endaði hún 336 löxum og mun hún örugglega fara framúr því á næstu dögum. Það eru tvö holl laust í september og er það hér.

Þverá í Haukadal
Frábær veiði hefur verið síðustu vikuna en þann 24. ágúst veiddust 9 laxar á eina stöng, stærsti var 81cm hrygna. Þverá er uppseld í ár.

Búa tröll undir Tröllafossi? / Mynd Bæring Jón Guðmundsson

Brúará í landi Sels
Núna fer besti tíminn fyrir laxinn að ganga í garð, veiðimenn hafa einnig verið varir við væna sjóbirtinga í Dynjanda.    Laus leyfi er að finna í HÉR.

Flókadalsá í Fljótum
Gott skot kom í síðustu viku en veiðimenn tóku rúmlega 20 nýjar bleikjur á einum degi, vatnafar hefur sett strik í reikninginn varðandi veiðina í ár.   Við eigum nokkur holl eftir í september sjá HÉR.

Gufudalsá
Ágæt veiði hefur verið í sumar í Gufudalnum, mikið er skráð í veiðibókina sem er í húsinu en ekki í þá rafrænu. Gufudalsá er uppseld.
ftir því sem við best vitum hefur veiðin haldist nokkuð stöðug að undanförnu í Gufudalsánni en það er greinilegt að rafræna veiðibókin á ekki upp á pallborðið hjá öllum því skráningin heldur áfram að vera afspyrnu léleg sem okkur þykir miður. Gufudalsá er uppseld.

Laxá í Mývatnssveit
Veiðisumrinu í Mývatnssveit er lokið, lokatölur eru 3843 urriðar og 65 bleikjur sem er glæsileg veiði. Við þökkum öllum sem hafa lagt sér leið á urriðasvæðin og hlökkum til að taka á móti ykkur á næsta ári.

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir